Bjarkarás

Stjörnugróf 9, 108 Reykjavík
414 0540

bjarkaras@styrktarfelag.is

Heimasíða: Ás styrktarfélag – Bjarkarás

Facebook: Bjarkarás

Bjarkarás hóf starfsemi sína í nóvember 1971. Í dag er þar rekin hæfingarstöð fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun. Megin starfsemin fer fram á 5 deildum auk gróðurhúss og Sels. Um 50 manns frá 20 ára aldri sækja þangað þjónustu og vinnu í viku hverri.

Markmið
Markmið með starfsemi Bjarkaráss eru byggð á lögum Áss styrktarfélags og lögum um málefni fatlaðra. Meginmarkmið Bjarkaráss er að veita einstaklingsmiðaða og fjölbreytta þjónustu. Hver deild hefur að auki sín markmið. Þá eru einstaklingarnir hvattir til að setja sér markmið til að vinna að og fá aðstoð við það eftir þörfum.

Innra starf
Á þremur deildum, blöndu, hæfingu og sal, fær fólk þjálfun í færni sem þarf til að starfa á vinnumarkaði. Þar er mikið um verkefni sem unnin eru fyrir ýmis fyrirtæki, má þar nefna blaðapökkun, umslagapökkun og álímingar. Fólk lærir meðal annars réttu handtökin, hvernig á að nota lokunarvélar og hvað kröfur eru almennt gerðar um hegðun og framkomu á vinnustöðum.

Í Selið kemur fólk með einhverfu. Það þarf séraðlagað umhverfi til að finna til öryggis og vellíðunar. Þar er fengist við ýmsa hluti sem henta hverjum fyrir sig. Má þar nefna pökkunarvinnu, TEACCH verkefni, tölvu, tónlist og gönguferðir.

Betri stofan hentar þeim sem eru farnir að eldast eða tapa færni af öðrum sökum. Þar eru flest verkefni áhugatengd og áhersla lögð á að skapa rólegt og hlýlegt umhverfi. Þar er mikið um hannyrðir, andlits- og handsnyrtingu svo eitthvað sé nefnt.

Smiðjan er stór hluti starfseminnar í Bjarkarási. Þar fer fram skapandi starf og er afraksturinn seldur í Smiðjubúðinni. Í Smiðjunni gefst fólk kostur á að vinna eigulega hluti úr leir, gleri, ull, mósaík, tré og pappír. Þar er einnig starfrækt kertagerð.

Í gróðurhúsi fer fram lífræn ræktun grænmetis og sumarblóma. Öllum sem sækja þjónustu eða vinnu í Bjarkarás bíðst að taka þátt í ræktun, uppskeru, pökkun og sölu grænmetis ásamt þeirri jarðvegsvinnu sem óhjákvæmilega fylgir ræktuninni.

Hafa samband: bjarkaras@styrktarfelag.is