Hæfingarstöðin Reykjanesbæ

Keilisbraut 755, 235 Reykjanesbær
420 3250

haefingarstod@reykjanesbaer.is

Heimasíða: Facebook

Markmið Hæfingarstöðvarinnar eru:
Að veita þjónustu sem miðast við einstaklingsþarfir. Að auka færni og efla sjálfstæði þeirra sem sækja þjónustuna til að takast á við verkefni innan og utan heimilis. Bæði í vinnubrögðum og ábyrgð í starfi ásamt því að styrkja sjálfshjálpargetu og sjálfsímynd þeirra. Við stuðlum að vellíðan og ánægju í starfi.

Þjónustunotendur vinna bæði verkefni frá utanaðkomandi aðilum ásamt því að þróa eigin framleiðslu. Hæfingarstöðin vinnur verkefni frá utanaðkomandi aðilum. Þau verkefni eru m.a. pökkun á tímaritum, setja reikninga í umslög, tæta niður blöð til eyðingar og flokka vörur í poka. Við erum ávallt til í að prófa nýja hluti endilega hafið samband við okkur ef þið eruð með fleiri hugmyndir.

Hæfingarstöðin hóf gerð chilli sultu haustið 2007. Sulturnar eru vinsælar á Suðurnefsjum og er sultugerðin þekktasta vara Hæfingarstöðvarinnar. Hæfingarstöðin hóf einnig framleiðslu á bolluvöndum árið 2011 sem voru seldir í bakaríum í Reykjanesbæ. Bæjarbúar tóku svo vel í bolluvendina að eftirspurnin varð meiri en framleiðslan, Hæfingarstöðin ætlar að halda þeirri starfsemi áfram.

Ýmis önnur framleiðsla á sér stað í Hæfingarstöðinni og má þar nefna: skálagerð, þæfing á ull, myndir málaðar á efni og ýmiss önnur listsköpun.

Hafa samband: haefingarstod@reykjanesbaer.is