Stólpi

Lyngás 12, 700 Egilsstaðir
471 1090

stolpi@simnet.is

Facebook síða:  Stólpi

Stólpi, hæfing/iðja og starfsþjálfun heyrir undir félagsþjónustu Fljótdalshéraðs. Í Stólpa eiga þeir sem ekki hafa starf á almennum vinnumarkaði kost á þjálfun og vinnu í hæfingu/iðju. Hæfing er tímabundin alhliða starfs- og félagsleg þjálfun sem miðar að aukinni hæfni til iðju eða atvinnuþátttöku. Iðja felur í sér félagsþjálfun og einföld vinnuverkefni með áherslu á tengsl við almennan vinnumarkað. Iðja getur verið varanlegt úrræði. Ekki eru greidd laun í hæfingu/iðju. Markmið með starfsþjálfun/starfsmati er að meta starfshæfni einstaklinga og veita vinnuþjálfun. Starfsþjálfun er tímabundið úrræði og lýkur með starfsmati sem lagt er til grundvallar ákvörðun um áframhaldandi þjónustu. Ekki eru greidd laun í starfsþjálfun.

Þjónusta Stólpa hefur þríþætt markmið:
Að fatlað fólk hafi tækifæri til að nýta vinnugetu sína eftir því sem áhugi, geta og úthald leyfir.
Að starfsþjálfun og hæfing/iðja stuðli að aukinni starfsgetu og hæfni til að taka þátt í daglegu lífi.
Að einstaklingum sé gefinn kostur á uppbyggilegum viðfangsefnum.

Helstu verkefni sem unnin eru á Stólpa:
Pökkun á skápafylgihlutum fyrir innréttingafyrirtækið Miðás.
Festa teygjur á merkispjöld fyrir Flugfélag Íslands.
Brjóta saman, líma og pakka reykelsinsumbúðum, samstarfsverkefni við Héraðsprent á Egilsstöðum.
Límmiðar límdir á neytendaumbúðir fyrir Móðir Jörð.
Pökkun á tímaritum
Leirmunir unnir í samstarfi við leirlistakonuna Anne Kampp.
Ýmis handavinna unnin, mottur og dreglar ofnir, prjónavinna, kortagerð og ullarþæfing.

Hafa samband: Freyja Pálína Jónatansdóttir, forstöðumaður Stólpa freyjaj@egilsstadir.is