Örvi starfsþjálfun

Kársnesbraut 110, 200 Kópavogur
441 9860
Heimasíða: Örvi
Facebook: Örvi

Annars vegar stendur fötluðum einstaklingum til boða starfshæfing og starfsþjálfun. Markmið þessa hluta starfseminnar er að sem flestir geti átt þess kost að starfa á almennum vinnumarkaði að lokinni prófun og þjálfun í Örva.

Hins vega veitir Örvi einstaklingum og fyrirtækjum á almennum markaði víðtæka þjónustu. Bæði er um að ræða margskonar pökkunar og samsetningarþjónustu og einnig eru framleiddar umbúðir úr plastfilmu allt eftir óskum hvers viðskiptavinar.

Markmið Örva í þjónustu við fyrirtæki og aðra viðskiptavini er að veita þjónustu sem er betri en viðskiptavinurinn reiknar með. Gallalaus vara afgreidd á réttum tíma er megin vinnuregla Örva.

Þjónusta við einstaklinga með skerta vinnugetu
Reynslan hefur sýnt að starfshæfing og starfsþjálfun í Örva er mjög góður kostur fyrir þá sem erfitt eiga með að fóta sig á almennum vinnumarkaði. Að lokinni þjálfun í Örva stendur til boða stuðningur starfsfólks Atvinnu með stuðningi.

Starfshæfing
Allir sem koma í Örva byrja á því að fara í átta vikna ólaunaða starfshæfingu. Markmið hennar er að meta heildstætt möguleika hins fatlaða til vinnu. Þetta mat inniheldur m.a. lýsingu á félagslegri stöðu viðkomandi, kunnáttu, verkfærni og áhuga.
Starfshæfing byggir á þeim starfseiningum sem starfræktar eru í Örva. Fylgst er með starfsgetu starfsmanns í þessum starfseiningum auk þess sem skoðuð er félagsleg hæfni.

Starfsþjálfun
Í starfsþjálfuninni í Örva er aðaláherslan lögð á rétt vinnubrögð, góðar starfsvenjur, aukið starfsþrek og félagsleg samskipti. Unnið er samkvæmt einstaklingsmiðuðum endurhæfingaráætlunum. Lengd starfsþjálfunar er sniðin að þörfum hvers einstaklings. Þó er miðað við að starfsþjálfun standi að öllu jöfnu ekki lengur en 18 mánuði. Hægt er að lengja starfsþjálfunina í allt að 36 mánuði. Enginn er þó útskrifaður úr Örva án úrræðis, og má því segja að þjálfunartími einstaklinganna taki einnig mið af því hversu vel gengur að finna atvinnu við hæfi á almennum vinnumarkaði.

Framleiðsla og þjónusta
Grundvöllur árangurs Örva hvað varðar þjálfun einstaklinga með skerta vinnugetu til virkrar atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði eru næg og fjölbreytileg verkefni og framleiðsla fyrir viðskiptavini.

Starfsemi Örva fyrir fyrirtæki og einstaklinga má skipta í tvö meginsvið:

Plastiðja: Framleiddar eru í Örva ýmiss konar plastumbúðir, t.d. botnar í konfektkassa, öskjur, plastlok og bakkar fyrir matvæli, sælgæti, smávörur og fleira. Með litlu fyrirvara er hægt að framleiða margskonar plastöskjur og lok, eftir óskum hvers og eins viðskiptavinar.

Pökkunar og samsetningarþjónusta: Boðið er upp á alhliða pökkunar- og samsetningarþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Pakkað er með vélum á spjöld, auk þess sem ýmsu er handpakkað, t.d. tímaritum og margs konar smávöru. Einnig eru límdar íslenskar leiðbeiningar á smásöluvöru s.s. hreinlætisvörur, herðatré fyrir stórmarkaði flokkuð og bókum o.fl. pakka í plastfilmu.

Hafa samband:
Forstöðumaður: Birgitta Bóasdóttir birgittabo@kopavogur.is
Verkstjórar: vinnusalurorvi@kopavogur.is
Starfsráðgjafar: ragnheidurgud@kopavogur.is og maria@kopavogur.is
Skrifstofa: marthajor@kopavogur.is